Innlent

Engin ástæða til að umgangast hvali öðruvísi en önnur dýr

MYND/Vilhelm

Stefán Ásmundsson fulltrúi Íslands á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Chile segir að engin ástæða sé til að umgangast hvali öðruvísi en hver önnur dýr.

Og hann gagnrýnir það sem hann kallar krútt-hugsunarganginn gagnvart hvölum á Vesturlöndunum. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali sem Reuters fréttastofan birtir við Stefán í dag. Stefán segir að Ísland styðji sjálfbærar veiðar á hval eins og hverju öðru sjávarfangi. Og bendir jafnframt á að hvalkjöt sé hefðbundin fæða á mörgum stöðum í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×