Innlent

Tveggja mánaða skilorð fyrir að stela harðfiski

Tuttugu og eins árs gamall karlmaður var í héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotist inn í harðfiskvinnslufyrirtækið Darra ehf. á Grenivík. Maðurinn játaði brotið skýlaust eins og segir í dómi.

Í apríl síðast liðnum braust maðurinn inn í fyrirtækið og stal þaðan harðfiski. Fór hann á brott með 210 poka af ýsubitum, 70 gramma og 97 pokum af ýsu 400 gramma. Verðmæti fisksins er talið 270.000 krónur.

Einnig fór hann á brott með tvær rafeindarvogir af gerðinni Eltak og 55.000 krónum í peningum úr sjóðsvél og skrifborði í fyrirtækinu.

Refsing var talinn hæfileg 45 daga fangelsi en fresta skal fullnustu refsingar og hún látin niður falla að liðnum tveimur árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×