Ragna móðir Ellu Dísar: „Hélt hún myndi deyja“ Breki Logason skrifar 26. júní 2008 15:43 Ella Dís byrjar í lyfjameðferð seinna í dag. Ragna Erlendsdóttir móðir hinnar tveggja ára gömlu Ellu Dísar sem Vísir hefur fylgst með undanfarið er nú stödd í London með stelpuna. Ragna upplifið versta dag lífsins þegar Ella hætti skyndilega að anda og sjúkrabíllinn virtist aldrei ætla að koma. Ella er á görgæsludeild í London og byrjar seinna í dag í lyfjameðferð við sjálfsofnæmi, sem er þó ekki staðfest að hún sé með. Mæðgurnar fóru út til þess að hitta lækni þann 11.júní. Ætlunin var að vera einungis úti í viku en sú dvöl ílengdist eftir að Ella veiktist. „Ég hef aldrei fundið svona mikla hræðslutilfinningu og þennan dag. Hún byrjaði öll að hvítna og blána í fanginu á mér og hætti að anda. Ég hélt hún væri að deyja og þetta var versti dagur lífs míns," segir Ragna en Ellu var gefið súrefni í sjúkrabílnum og hefur verið á spítala síðan þá. Ekki er vitað hvað það er sem hrjáir Ellu Dís en læknar úti í London telja líklegt að hún sé með sjálfsofnæmi. „Hún er á gjörgæslu og var í öndunarvél í morgun. Seinna í dag byrjar hún í lyfjameðferð við sjálfsofnæmi sem þó er ekki hundrað prósent að hún sé með. Hún er samt alltaf að hætta að anda og hefur í sjálfu sér engu að tapa greyið," segir Ragna en foreldrar Rögnu hafa verið úti með henni en fóru heim með Jasmin, hina dóttur Rögnu, nú á sunnudaginn. „Ég á síðan frændfólk sem býr hérna nokkra klukkutíma frá sem hefur verið að koma og vera hjá mér. Presturinn í íslenska sendiráðinu ætlar líka að koma til mín í kvöld og svo er pabbi hennar hérna og við skiptumst á að vera hjá henni." Ragna hefur verið í sambandi við lækni Ellu Dísar heima á Íslandi sem hefur verið að vinna í því að fá sjúkraflug fyrir hana heim. „Það er samt mjög dýrt enda þarf hún að vera í öndunarvél og með lækni og hjúkrunarfræðing. Einnig þarf að koma sjúkrabíll út á flugvöl þannig að þetta er mjög viðamikið." Vísir sendir mæðgunum baráttukveðjur til London. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Kynna einn frambjóðenda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Sjá meira
Ragna Erlendsdóttir móðir hinnar tveggja ára gömlu Ellu Dísar sem Vísir hefur fylgst með undanfarið er nú stödd í London með stelpuna. Ragna upplifið versta dag lífsins þegar Ella hætti skyndilega að anda og sjúkrabíllinn virtist aldrei ætla að koma. Ella er á görgæsludeild í London og byrjar seinna í dag í lyfjameðferð við sjálfsofnæmi, sem er þó ekki staðfest að hún sé með. Mæðgurnar fóru út til þess að hitta lækni þann 11.júní. Ætlunin var að vera einungis úti í viku en sú dvöl ílengdist eftir að Ella veiktist. „Ég hef aldrei fundið svona mikla hræðslutilfinningu og þennan dag. Hún byrjaði öll að hvítna og blána í fanginu á mér og hætti að anda. Ég hélt hún væri að deyja og þetta var versti dagur lífs míns," segir Ragna en Ellu var gefið súrefni í sjúkrabílnum og hefur verið á spítala síðan þá. Ekki er vitað hvað það er sem hrjáir Ellu Dís en læknar úti í London telja líklegt að hún sé með sjálfsofnæmi. „Hún er á gjörgæslu og var í öndunarvél í morgun. Seinna í dag byrjar hún í lyfjameðferð við sjálfsofnæmi sem þó er ekki hundrað prósent að hún sé með. Hún er samt alltaf að hætta að anda og hefur í sjálfu sér engu að tapa greyið," segir Ragna en foreldrar Rögnu hafa verið úti með henni en fóru heim með Jasmin, hina dóttur Rögnu, nú á sunnudaginn. „Ég á síðan frændfólk sem býr hérna nokkra klukkutíma frá sem hefur verið að koma og vera hjá mér. Presturinn í íslenska sendiráðinu ætlar líka að koma til mín í kvöld og svo er pabbi hennar hérna og við skiptumst á að vera hjá henni." Ragna hefur verið í sambandi við lækni Ellu Dísar heima á Íslandi sem hefur verið að vinna í því að fá sjúkraflug fyrir hana heim. „Það er samt mjög dýrt enda þarf hún að vera í öndunarvél og með lækni og hjúkrunarfræðing. Einnig þarf að koma sjúkrabíll út á flugvöl þannig að þetta er mjög viðamikið." Vísir sendir mæðgunum baráttukveðjur til London.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Kynna einn frambjóðenda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Sjá meira