Innlent

Búið að flýta flugi til Barcelona

Allt í uppnámi vegna fyrirhugaðs verkfalls
Allt í uppnámi vegna fyrirhugaðs verkfalls
Sigurður Valur Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Iceland Express, hvetur farþega til að fylgjast vel með flugi frá landinu vegna fyrirhugaðs verkfalls flugumferðarstjóra. Flugi til Barcelona hefur verið flýtt vegna málsins.

Í fréttailkynningu frá Iceland Express egir að vegna væntanlegs verkfalls flugumferðarstjóra hvetur Iceland Express viðskiptavini sína sem eiga bókað flug í fyrramálið, föstudaginn 27. júní til að fylgjast vel með heimasíðu Iceland Express, icelandexpress.is eða öðrum miðlum sem veita upplýsingar um komur- og brottfarir frá Keflavíkurflugvelli. Mun Iceland Express uppfæra heimasíðu sína með nýjustu upplýsingum hverju sinni.

"Iceland Express harmar mjög fyrirhugað verkfall, en ef til þess kemur er alls óvíst hvaða áhrif það mun hafa á áætlun félagsins föstudaginn 27. júní. Þó hefur verið ákveðið að flýta flugi félagisins til Barcelona sem fara átti í loftið kl. 07.00. Nýr brottfarartími er kl. 06.20 eða 40 mínútum fyrr en áætlað verkfall á að hefjast."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×