Innlent

Rífa þak af bifreiðaverktstæði til þess að ráða niðurlögum elds

Frá slökkvistarfi í Njarðvík í dag.
Frá slökkvistarfi í Njarðvík í dag. MYND/Víkurfréttir/Ellert Grétarsson

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja í Reykjanesbæ berjast enn við eld sem kom upp í bifreiðaverkstæði ÍAV við Hofsgötu 49 í Njarðvík um hádegisbil.

Tilkynnt var um eldinn um kortér yfir tólf og eru rúmlega 20 slökkviliðsmenn frá Reykjanesbæ á staðnum en þeir hafa nú fengið liðsauka frá Sandgerði. Búið er að ná tökum á eldinum en að sögn slökkviliðs logar þó enn eldur í þakinu og stendur til að fá vinnuvélar til þess að rífa það af svo ráða megi niðurlögum eldsins.

Eldsupptök eru ókunn að öðru leyti en því að talið er að kviknað hafi í út frá einhverjum tækjum á verkstæðinu. Engan hefur sakað í brunanum og ekki liggur fyrir hversu langan tíma slökkvilið verður á vettvangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×