Innlent

Ægisíða lokuð eftir hádegi vegna malbikunar

Ægisíða frá Nesvegi til austurs verður malbikuð í dag og verður hún af þeim sökum lokuð frá hádegi til klukkan níu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmda- og eignasviði borgarinnar. Beðist er velvirðingar á töfum sem af þessu hljótast og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×