Innlent

Jarðvegur og bein úr Garðabæ verður brennt

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Arnþór

Lögregla hefur vaktað byggingarsvæði við Lækjarfit í Garðabæ þar sem dýrabein fundust við uppgröft í gær en grunur leikur á að þau séu sýkt af miltisbrandi. Héraðsdýralæknir og heilbrigðiseftirlit eru nú á staðnum og vinna að því að fjarlægja beinin og jarðveginn í kring. Þetta verður svo brennt.

„Það er búið að ákvarða hvað við tökum af jarðvegi og það er verið að undirbúa það ferli," sagði Gunnar Örn Guðmundsson, héraðsdýralæknir Gullbringu- og Kjósarumdæmis, í samtali við Vísi. Hann sagði allar líkur á að beinið sem tekið var til rannsóknar í gærkvöldi sé mjaðmarbein úr kú. Gunnar sagði mjög erfitt að greina miltisbrand í slíkum sýnum en hugsanlegt væri að það yrði þó reynt. Beinum og jarðvegi verður fargað til að fyllsta öryggis sé gætt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×