Innlent

Ölvuðum manni veitt eftirför

Lögreglan á Hvolsvelli veitti í gær ökumanni eftirför eftir að hann virti ekki stöðvunarmerkjum lögreglumanna.

Fram kemur í frétt lögreglunnar að tilkynnt hafi verið um akstur utan vega við Hvolsvöll í gærkvöld og hugðist lögregla hafa afskipti af ökumanninum. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum og því var honum veitt eftirför. Henni lauk eftir stutta stund og var ökumaðurinn handtekinn, grunaður um ölvun við akstur.

Þá stöðvaði lögreglan einnig ökumann fyrir of hraðan akstur og fann fjögur grömm af kannabisefnum í fórum hans. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum ólöglegra ávana- og fíkniefna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×