Innlent

Mikill eldur í bifreiðaverkstæði í Njarðvík

MYND/Víkurfréttir/Ellert Grétarsson

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja berjast nú við eld sem kom upp í bifreiðaverkstæði ÍAV við Hofsgötu 49 í Njarðvík nú um hádegisbil.

Tilkynnt var um eldinn um kortér yfir tólf og eru hátt í 20 slökkviliðsmenn á staðnum. Að sögn slökkviliðs er eldurinn mikill enda margt sem getur brunnið á bifreiðaverkstæði. Eldsupptök eru ókunn að öðru leyti en því að talið er að kviknað hafi í út frá einhverjum tækjum á verkstæðinu.

Engan hefur sakað í brunanum og ekki liggur fyrir hversu langan tíma tekur að ráða niðurlögum eldsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×