Lífið

Söluhæsti bjór Breta væntanlegur

Carling glas.
Carling glas.

Einn þekktasti og söluhæsti bjór Breta, Carling, verður í fyrsta sinn fáanlegur á Íslandi frá og með 1. september.

Þeir Íslendingar sem hafa farið til Bretlandseyja ættu að þekkja vel Carling bjórinn en hann hefur verið fáanlegur þar síðan árið 1952. Bjórinn hefur alla tíð selst vel en árið 1999 sló hann fyrri sölumet Bretlandseyja og hefur aukið jafnt og þétt sölu sína og í dag er hann langsöluhæsti bjór Bretlands.

Knattspyrnuáhugamenn ættu að kannast vel við nafnið því enski deildarbikarinn heitir Carling Cup eftir aðalstyrktaraðilanum sínum en Carling hefur verið aðalstyrktaraðili keppninnar síðan árið 2003.

Carling byrjar í reynslusölu hjá ÁTVR þann 1. september. Bjórinn verður til að byrja með til sölu í Heiðrúnu og Vínbúðinni í Kringlunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.