Innlent

Keppt í puttaglímu í ölpunum

SB skrifar
Keppt í puttaglímu.
Keppt í puttaglímu. Mynd/Der Spiegel
Gömul þjóðaríþrótt í Bæjaralandi og Austurríki nýtur nú sívaxandi vinsælda. Víða eru haldin mót í puttaglímu og hörðustu keppendurnir fara í sérstakar æfingabúðir.

Á þýsku heitir puttaglíma Fingerhakeln. Upprunalega kepptu bændurnir í Bæjaralandi í puttaglímunni á barnum þegar búið var að torga fleiri en einum bjór.

Í dag er puttaglíma keppnisgrein og er tekin alvarlega sem slík. Reglurnar eru einfaldar. Menn vefja reipspotta um löngutöng og þeir sem ná að toga reipið yfir borðið vinna.

Æfingarnar eru strangar. Puttaglímukapparnir kremja tennisbolta með höndunum; gera armbeygjur á löngutöng og dæmi eru um að menn hafi náð að lyfta yfir 50 kílóum með aðeins einum putta.

Mótin eru svo haldin víða um bæjaraland og í ölpunum. Þrátt fyrir að mótin séu sögð Alþjóðleg eru aðeins Þjóðverjar og einstaka Austuríkismenn sem taka þátt.

Nema Íslendingar taki upp þetta vinsæla jaðarsport - þó varla eignumst við sterkustu löngutöng heims í bráð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×