Erlent

Ofsahræðsla í Guatemala vegna jarðskjálfta

Ofsahræðsla greip um sig meðal íbúa á Kyrrahafsströnd Guatemala í morgun er jarðskjálfti sem mældist 6,1 á Richter reið yfir svæðið.

Flúði fólk af heimilum sínum og út á götur en hræðslan skapaðist vegna þess hve lengi jarðskjálftinn stóð eða í yfir eina mínutu.

Ekki er vitað til að neinn hafi slasast eða farist í þessum skjálfta og eignartjón er minniháttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×