Erlent

Viðskotaillir ríkisstarfsmenn í stuttbuxum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ríkisstarfsmönnum hefur fækkað mjög síðan sameinuð Júgóslavía var og hét.
Ríkisstarfsmönnum hefur fækkað mjög síðan sameinuð Júgóslavía var og hét.

Opinberum starfsmönnum í Serbíu er legið á hálsi fyrir að vera heldur fornir í skapi í samskiptum við samborgara sína en að auki þykir klæðaburður þeirra oft nokkuð óformlegur miðað við þann starfa sem þeir rækja.

Úr þessu er nýjum verklagsreglum ætlað að bæta en þær banna t.a.m. notkun stuttbuxna í vinnunni. Að auki er starfsmönnunum uppálagt að rækja starfa sinn með alúð og samviskusemi í hvívetna, gefa réttar upplýsingar og minnast þess að persónulegar upplýsingar um borgarana eru trúnaðarmál en eitthvað virðast sum þessara atriða hafa farið fyrir ofan garð og neðan.

Opinberir starfsmenn eru um 250.000 í Serbíu og er sókn launafólks í slíkar stöður töluverð þrátt fyrir hófleg laun en stuttur vinnutími og starfsöryggi freistar margra.

Reuters greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×