Lífið

Miley Cyrus næsta Britney Spears

Miley Cyrus.
Miley Cyrus.

Því er haldið fram að táningastjarnan, Miley Cyrus, 15 ára, hefur það sem ungstjarna þarf að bera til að verða næsta Britney Spears sem matar fjölmiðlana með misskemmtilegum uppákomum.

Fjölmiðlar vestan hafs hafa brennandi áhuga á stúlkunni hvort sem hún fær sér jógúrt ís með vinum eða situr fyrir fáklædd í tímariti eins og Vanity Fair.

Miley í Vanity Fair.

Miley litla fékk skömm í hattinn þegar umrætt tímarit birtist almenningi og gaf í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmaði myndirnar, og sagðist engan veginn hafa átt von á því að þær væru svona krassandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.