Verkfall ljósmæðra að veruleika á miðvikudag 1. september 2008 16:21 Verkfall ljósmæðra verður að veruleika eftir að fundur þeirra með samninganefnd ríkisins í dag reyndist árangurslaus. Fundurinn hófst klukkan tvö og lauk um klukkustund síðar og hefur næsti fundur verið boðaður á fimmtudag. „Við erum því miður í þeim aðstæðum að skipuleggja verkfallsaðgerðir," segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður samþykktu í ágúst með yfirgnæfandi stuðningi að boða til verkfallsaðgerða nú í september til að knýja á um betri kjör. Fyrsta verkfallið skellur á á miðnætti á miðvikudag og stendur í tvo sólarhringa. Í kjölfarið taka við stigmagnandi verkföll sem enda í allsherjarverkfalli 29. september ef ekki hefur samist fyrir þann tíma. Aðgerðirnar koma til með að skerða töluvert þjónustu á fæðingardeildum en Guðlaug segist ekki vita hversu margar ljósmæður leggi niður störf á miðnætti á miðvikudag. Krafa ljósmæðra er sem fyrr að fá menntun sína metna til launa í samræmi við sambærilegar stéttir sem starfa hjá ríkinu. Deilt er um svokallaða undanþágulista vegna neyðarþjónustu sem eru listar yfir þær ljósmæður sem eru undanþegnar verkföllum. Guðlaug bendir á að listarnir séu 13 ára gamlir en ríkinu beri að uppfæra þá árlega til þess að standa vörð um neyðarþjónustu í landinu þegar stéttarfélög nota sín verkfallsrétt. „Ríkið hefur ekki hirt um að uppfæra lista í 13 ár og þar af leiðandi virt að vettugi þennan rétt stéttarfélaga til að fara í verkfall, störf ljósmæðra og öryggi skjólstæðinga þeirra," segir Guðlaug. Undanþága nær ekki til meðgöngudeildar og sónardeildar Samkvæmt túlkun Ljósmæðrafélagsins á undanþágulistunum er engin undanþága í gildi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hins vegar nái undanþága til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og tveggja sængurkvennadeilda og bráðadeilda á Landspítalanum en ekki til Hreiðursins, meðgöngudeildar og sónardeildar á sama spítala. Þá óskar félagið eftir upplýsingum um hvernig sjúkrahúsin á Akureyri, Ísafirði, Vestmannaeyjum og Akranesi, hyggist nýta undanþágu sína. Ljósmæðrafélagið leitaði álits Landlæknisembættisins vegna undanþágulistanna og túlkun félagsins á listunum. Var það mat Landlæknisembættisins að mjög brýnt væri að undanþágulistar heilbrigðisstétta endurspegluðu á hverjum tíma þá þörf sem nauðsynlegt væri að uppfylla til að tryggja öryggi sjúklinga. Bendir Landlæknisembættið á að við gerð undanþágulista þurfi ætíð að líta til þróunar í heilbrigðisþjónustunnar sem geti verið afar hröð og því ættu þeir að liggja fyrir á hverju ári. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Verkfall ljósmæðra verður að veruleika eftir að fundur þeirra með samninganefnd ríkisins í dag reyndist árangurslaus. Fundurinn hófst klukkan tvö og lauk um klukkustund síðar og hefur næsti fundur verið boðaður á fimmtudag. „Við erum því miður í þeim aðstæðum að skipuleggja verkfallsaðgerðir," segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður samþykktu í ágúst með yfirgnæfandi stuðningi að boða til verkfallsaðgerða nú í september til að knýja á um betri kjör. Fyrsta verkfallið skellur á á miðnætti á miðvikudag og stendur í tvo sólarhringa. Í kjölfarið taka við stigmagnandi verkföll sem enda í allsherjarverkfalli 29. september ef ekki hefur samist fyrir þann tíma. Aðgerðirnar koma til með að skerða töluvert þjónustu á fæðingardeildum en Guðlaug segist ekki vita hversu margar ljósmæður leggi niður störf á miðnætti á miðvikudag. Krafa ljósmæðra er sem fyrr að fá menntun sína metna til launa í samræmi við sambærilegar stéttir sem starfa hjá ríkinu. Deilt er um svokallaða undanþágulista vegna neyðarþjónustu sem eru listar yfir þær ljósmæður sem eru undanþegnar verkföllum. Guðlaug bendir á að listarnir séu 13 ára gamlir en ríkinu beri að uppfæra þá árlega til þess að standa vörð um neyðarþjónustu í landinu þegar stéttarfélög nota sín verkfallsrétt. „Ríkið hefur ekki hirt um að uppfæra lista í 13 ár og þar af leiðandi virt að vettugi þennan rétt stéttarfélaga til að fara í verkfall, störf ljósmæðra og öryggi skjólstæðinga þeirra," segir Guðlaug. Undanþága nær ekki til meðgöngudeildar og sónardeildar Samkvæmt túlkun Ljósmæðrafélagsins á undanþágulistunum er engin undanþága í gildi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hins vegar nái undanþága til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og tveggja sængurkvennadeilda og bráðadeilda á Landspítalanum en ekki til Hreiðursins, meðgöngudeildar og sónardeildar á sama spítala. Þá óskar félagið eftir upplýsingum um hvernig sjúkrahúsin á Akureyri, Ísafirði, Vestmannaeyjum og Akranesi, hyggist nýta undanþágu sína. Ljósmæðrafélagið leitaði álits Landlæknisembættisins vegna undanþágulistanna og túlkun félagsins á listunum. Var það mat Landlæknisembættisins að mjög brýnt væri að undanþágulistar heilbrigðisstétta endurspegluðu á hverjum tíma þá þörf sem nauðsynlegt væri að uppfylla til að tryggja öryggi sjúklinga. Bendir Landlæknisembættið á að við gerð undanþágulista þurfi ætíð að líta til þróunar í heilbrigðisþjónustunnar sem geti verið afar hröð og því ættu þeir að liggja fyrir á hverju ári.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira