Úr þinginu í orgelleik um jól 21. desember 2008 04:00 Illugi Gunnarsson við píanóið Þingmaðurinn mun sjá um orgelleik í messunni á aðfangadag í Flateyrarkirkju. Fjárlögin verða ekki á efnisskránni. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur fengið það vandasama verkefni að vera organisti í Flateyrarkirkju á aðfangadag. „Ég var organisti þarna meðfram öðrum störfum eftir snjóflóðið 1995 en þá vann ég í verksmiðjunni Skelfiskur,“ segir Illugi. „Ég hafði svo sem ekki mikinn bakgrunn í orgelspili en ég tók þetta að mér að spila í messunum og ætli mér hafi ekki orðið einstaka sinnum á í messunni líka,“ segir hann og hlær við. Að þessu sinni mun hann þó koma með dýrmæta reynslu að orgelinu í Flateyrarkirkju. „Ég fór út og var nokkra mánuði í Róm árið 1997 þar sem ég lærði hjá James Edward Goettsche sem var yfirorganisti í Vatíkaninu. Þetta var alveg ógleymanlegur tími. Svo var ég svo lánsamur að fá að taka þátt í páskamessunni í Vatíkaninu. Framlag mitt var reyndar ekki svo ýkja mikilfenglegt en ég hafði það hlutverk að fletta nótnablöðunum fyrir organistann. En hvað sem því líður þá hef ég allavega upplifað það að vera við messu hjá Jóhannesi Páli páfa II.“ Illugi hefur verið, eins og aðrir þingmenn, í karpi um fjárlögin og gefst því ekki mikill tími til undirbúnings við orgelleikinn. Í gamansemi segir hann það miður að ekki skuli vera hægt að slá þessu tvennu saman og spila fjárlögin. Aðspurður hvort hann kvíði því að spila í messunni vegna lítils tíma til undirbúnings segir hann, „nei,nei. Það er nú venjulega þannig að ef réttu nóturnar eru fleiri en feilnóturnar þá er manni alveg óhætt að láta sjá sig meðal fólks á eftir,“ segir hann hógvær. Þeir sem vilja heyra fínpússaðan hljóðfæraleik þingmannsins geta eflaust gert það þótt hann sé önnum hlaðinn en hann gaf út geisladisk með píanóleik sínum árið 2004. Hann vann til margra ára á Flateyri og fer þangað oft enda giftur Brynhildi Einarsdóttur sem er þaðan; dóttur Einars Odds heitins Kristjánssonar. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira
Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur fengið það vandasama verkefni að vera organisti í Flateyrarkirkju á aðfangadag. „Ég var organisti þarna meðfram öðrum störfum eftir snjóflóðið 1995 en þá vann ég í verksmiðjunni Skelfiskur,“ segir Illugi. „Ég hafði svo sem ekki mikinn bakgrunn í orgelspili en ég tók þetta að mér að spila í messunum og ætli mér hafi ekki orðið einstaka sinnum á í messunni líka,“ segir hann og hlær við. Að þessu sinni mun hann þó koma með dýrmæta reynslu að orgelinu í Flateyrarkirkju. „Ég fór út og var nokkra mánuði í Róm árið 1997 þar sem ég lærði hjá James Edward Goettsche sem var yfirorganisti í Vatíkaninu. Þetta var alveg ógleymanlegur tími. Svo var ég svo lánsamur að fá að taka þátt í páskamessunni í Vatíkaninu. Framlag mitt var reyndar ekki svo ýkja mikilfenglegt en ég hafði það hlutverk að fletta nótnablöðunum fyrir organistann. En hvað sem því líður þá hef ég allavega upplifað það að vera við messu hjá Jóhannesi Páli páfa II.“ Illugi hefur verið, eins og aðrir þingmenn, í karpi um fjárlögin og gefst því ekki mikill tími til undirbúnings við orgelleikinn. Í gamansemi segir hann það miður að ekki skuli vera hægt að slá þessu tvennu saman og spila fjárlögin. Aðspurður hvort hann kvíði því að spila í messunni vegna lítils tíma til undirbúnings segir hann, „nei,nei. Það er nú venjulega þannig að ef réttu nóturnar eru fleiri en feilnóturnar þá er manni alveg óhætt að láta sjá sig meðal fólks á eftir,“ segir hann hógvær. Þeir sem vilja heyra fínpússaðan hljóðfæraleik þingmannsins geta eflaust gert það þótt hann sé önnum hlaðinn en hann gaf út geisladisk með píanóleik sínum árið 2004. Hann vann til margra ára á Flateyri og fer þangað oft enda giftur Brynhildi Einarsdóttur sem er þaðan; dóttur Einars Odds heitins Kristjánssonar.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Sjá meira