Innlent

Þjóðin borgar nærri 30 milljarða á ári fyrir orkusölu til stóriðju

Þjóðin er að borga upp undir 30 milljarða á ári fyrir orkusölu til stóriðju. Þetta er niðurstaða skýrslu atvinnulífshóps Framtíðarlandsins um ríkisstyrkta stóriðju. Hópurinn segir að því fari fjarri að fjárfesting í orkuframkvæmdum fyrir stóriðju sé hagkvæm leið til að byggja upp atvinnulíf á Íslandi.

Atvinnulífshópur Framtíðarlandsins hefur sent frá sér skýrslu þar sem tekinn er saman opinber stuðningur við stóriðju. Í hópnum eru meðal annars hagfræðingar og verkfræðingar. Í skýrslunni er sundurliðað í hverju þessu opinberi stuðningur felst. Þar má nefna ríkisábyrgð á lánum, skattaívilnanir til stóriðjufyrirtækja og ókeypis útblásturskvótar.

Í skýrslunni er meðal annars reiknað út hvað hvert starf í álverinu á Reyðarfirði kostaði út frá kostnaði við Kárahnjúkavirkjun. Virkjunin ásamt með flutningsvirkjum kostaði um 145 milljarða króna - sem að því er fram kemur í skýrslunni þýðir að hvert af 400 störfum álversins hafi kostað ríflega 350 milljónir króna.

Það er opinber ábyrgð á lánum sem vegur þyngst í stuðningi yfirvalda við stóriðju hér, samkvæmt útreikningum Framtíðarlandsins. Til samanburðar skoðaði hópurinn hvað fjármagnskostnaður orkuvera jókst í Bretlandi eftir að ríkið hætti að reka verin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×