Innlent

Um fjörutíu athugasemdir vegna breytinga á Ingólfstorgi

Frestur til að skila inn athugasemdum vegna fyrirhugaðrar byggingar hótelálmu við Vallarstræti og flutning tveggja húsa inn á Ingólfstorg hefur verið framlengdur til 27. júní.

Þetta var ákveðið á fundi skipulagsstjóra fyrir helgi. Um fjörutíu athugasemdir hafa þegar borist við skipulagið. Í þeim er meðal annars gagnrýnt að rífa eigi húsinu úr sínu sögulega samhengi og að skort hafi á samráð við eigendur kringum torgið. Formaður skipulagsráðs hefur sagt að ekki eigi að fórna torginu heldur tryggi nýtt skipulag að húsin geti áfram staðið í Kvosinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×