Innlent

Sýrlandsforseti sendir Íslendingum þjóðhátíðarkveðjur

Bashar al-Assad.
Bashar al-Assad.

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, sendi í dag Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, kveðju í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga í dag. Frá þessu greinir SANA-fréttastofan þar í landi.

Þetta væri í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þjóðhátíðardagurinn er ekki fyrr en á morgun eins og alþjóð veit. Í skeyti sýrlenska forsetans eru færðar bestu kveðjur frá honum sjálfum og sýrlensku þjóðinni til Ólafs Ragnars og Íslendinga allra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×