Innlent

Nágrannadeilur enduðu með illvígum slagsmálum í nótt

Nágrannadeilur milli tveggja manna í Austurborginni í nótt enduðu með illvígum slagsmálum og þurfti lögreglan að beita piparúða til að koma böndum á annan mannanna sem slógust.

Hinn þurfti að senda á slysadeild. Að sögn lögreglu kom útkallið skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt. Tildrög slagsmálanna voru þau að maður gekk yfir til nágranna síns að kvarta yfir hávaða frá íbúð hans. Við það fékk hann samstundis kjaftshögg og síðan brutust slagsmálin út.

Sá sem þurfti að beita piparúðanum gegn gistir nú fangageymslur lögreglunnar. Meiðli þess sem þurfti að fara á slysadeild eru ekki talin alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×