Innlent

Kemur á fyrstu forsetabifreiðinni til hátíðahalda á Austurvelli

Bíll var nýverið afhentur eftir endurgerð.
Bíll var nýverið afhentur eftir endurgerð.

Forsetabifreið Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins, verður notuð á ný í fyrsta sinn við opinbert tækifæri á morgun, 17. júní.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun koma á bifreiðinni til Alþingishússins við upphaf hátíðarhaldanna á Austurvelli. Eftir því sem segir í tilkynningu forsetaembættisins verður bifreiðin svo við Árbæjarsafn og þaðan verður henni ekið í hátíðarakstri Fornbílaklúbbsins frá safninu í miðbæinn. Bifreiðin verður síðan til sýnis við Þjóðminjasafnið milli kl. 14 og 17.

Bifreiðin er bandarísk af Packard-gerð frá árinu 1942. Hún var fyrsta forsetabifreiðin, notuð á upphafsárum Sveins Björnssonar í embætti forseta Íslands. Bíllinn er í eigu Þjóðminjasafnsins og er geymdur á Bessastöðum en endurgerð hans lauk nýverið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×