Innlent

Með 550 málverk meðferðis í Norrænu

Norræna við höfn á Seyðisfirði í síðustu viku.
Norræna við höfn á Seyðisfirði í síðustu viku.

Lögreglan á Seyðisfirði rannsakar nú mál manns sem kom með Norrænu í síðustu viku með 550 málverk meðferðis sem hann framvísaði ekki. Eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar er um erlendan aðila að ræða en hann sættist ekki á tollasekt og því var málið sent lögreglu.

Þetta var þó ekki stærsta mál lögreglunnar og tollsins á Seyðisfirði í síðustu viku því eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var hollenskur öldungur gripinn með um 193 kíló af fíkniefnum við komuna til landsins með Norrænu. Sá situr nú í gæsluvarðhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×