Innlent

ESB: Evruhugmynd Björns útilokuð

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, fer fyrir Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar ásamt Illuga Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins.
Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, fer fyrir Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar ásamt Illuga Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins.

Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður Evrópunefndar ríkisstjórnarinnar, segir að Olli Rehn, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, hafi útilokað að Ísland geti tekið upp evru á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta kom fram á fundi Evrópunefndarinnar með Rehn í dag.

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagðist í júlí vilja að athugað væri hvort að hægt væri að taka upp evru á Íslandi á grundvelli EES en án aðildar að ESB. Í framhaldinu fól Geir H. Haarde, forsætisráðherra, Evrópuefndinni að fjalla um málið.

,,Olli Rehn var mjög hreinskilinn og sagði hreint út að það er ekki vilji innan Evrópusambandins fyrir tvíhliða upptöku evru á grundvelli EES samningsins. Hann réð okkur frá því að eyða meiri tíma í þá leið," segir Ágúst Ólafur.

Þá fullyrti Rehn að aðildarviðræður Íslands gætu tekið innan við ár í ljósi þess að Ísland er nú þegar búið að staðfesta yfir 75% af regluverki ESB vegna samningsins um ESS.

Ágúst Ólafur segir að fundurinn hafi verið opinn og afar gagnlegur í ljósi verkefnis nefndarinnar varðandi hugmyndina um tvíhliða upptöku evru. ,,Það skiptir máli að við höfum fengið mjög skýra afstöðu til hugmyndarinnar svo við séum ekki að eyða tíma í að vinna að nálgun sem hugsanlega er óraunhæf."

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.