Innlent

Afhjúpuðu útsýnisskilti

Vilhjálmur Vilhjálmsson afhjúpaði skiltið.
Vilhjálmur Vilhjálmsson afhjúpaði skiltið.

Útsýnisskilti var afhjúpað við Höfðabakka neðan við Hólahverfið í Breiðholti klukkan tvö í dag. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður borgarráðs og íbúi í Breiðholtinu afhjúpaði skiltið.

Skiltið er hannað af Árna Tryggvasyni og gert að frumkvæði Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar í samvinnu við Umhverfssvið og Hverfisráð Breiðholts.

Í tilkynningu segir að Breiðholtið sé einstakur útsýnisstaður þar sem vel sjáist vel yfir alla borgina og nágrannabyggðarlög. Frá þessum stað í Breiðholtinu megi meðal annars sjá Esjuna, Akrafjall og Skarðsheiði. Þá sjáist ýmis kennileiti borgarinnar vel frá staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×