Erlent

Mikil spenna í samskiptum Rússlands og Georgíu

Mikil spenna ríkir nú í samskiptum Rússlands og Georgíu eftir að stjórnvöld í Moskvu sökuðu Georgíumenn um að ætla að ráðast inn í sjálfstjórnarhéruðin Abkasíu og Suður Ossetíu

Af þessu sökum hafa Rússar aukið við herafla sinn á landamærum ríkjanna en það segja Georgíumenn að sé ábyrgðarlaus hegðun af hálfu Rússa.

Evrópubandalagið hefur nú blandað sér í þessa deilu og biður báðar þjóðirnar að fara sér varlega. Utanríkisráðherra Rússlands segir að land sitt sé ekki að undirbúa stríð en muni svara öllum árásum. Hann segir að Georgíumenn hafi sent 1.500 manna lið hers og lögreglu til Kodori Gorge sem er eini hluti Abkasíu sem er undir beinni stjórn Georgíumanna.

Rússar telja að með þessu séu Georgíumenn að undirbúa hernaðaraðgerðir gegn Abkasíu og til að svara því hafi Rússar aukið við fjölda friðargæslusveita sinna í báðum sjálfsstjórnarhéruðunum. Þar hafa þessar sveitir verið frá því á síðasta áratug er héruðin slitu sambandi sínu við stjórn Georgíu og tóku upp samband við Rússa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×