Innlent

Borgið ykkar skuldir sjálf!!! Myndskeið úr Landsbankanum

Hópur fólks sem mótmælti í Landsbankanum í morgun krefst þess að skuldir bankanna lendi ekki á íbúum landsins og börnum sem eigi engan þátt í þeirri fjármálakreppu sem þjóðin stendur í. Þá segir hópurinn að lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum geri íslensk börn einfaldlega að þrælum. Þá mótmælti hópurinn að fólkið sem stjórnaði gömlu bönkunum skuli líka stjórna nýju ríkisbönkunum. Fólkið þurfi að axla þá ábyrgð sem það fékk greitt ofurlaun fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×