Innlent

Nýtt hús fundið í hrauninu frá Vestmannaeyjagosinu

Nýtt hús hefur fundist við uppgröftinn í hrauninu frá Vestmannaeyjagosinu fyrir 35 árum síðan. Um er að ræða húsið sem stóð við Gerðisbraut 10.

Kristín Jóhannsdóttir markaðsstjóri verkefnisins Pompei Norðursins sem stendur að uppgreftrinum segir að húsið virðist í góðu lagi. "Málningin er enn á veggjunum og þakið virðist enn standa uppi þannig að við gerum okkur vonir um að innanstokksmunirnir séu eins og þeir voru er gosið skall á," segir Kristín í samtali við Vísir.is

Hin árlega goslokahátíð er framundan í Eyjum og verður haldin næstu helgi. Kristín segir að hún voni að meira muni sjást af húsinu er hátíðin verður sett.

Meðal þess sem gert verður á goslokahátíðinni er vígsla safns sem hlotið hefur heitið Eldheimar. Mun verkefnið Pompei Norðursins verða hluti af því safni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×