Innlent

Svikin afhjúpuð

Ríkisskattstjóri hefur nú nöfn nær allra eigenda þeirra greiðslukorta sem skuldfærð eru af erlendum reikningum en notuð á Íslandi. Hópur fólks hefur þannig skotið tekjum undan skatti.

Ríkisskattstjóri fékk sl. haust heimild til að kalla eftir upplýsingum um greiðslukortanotkun efnafólks, vegna gruns um að menn sem eiga að greiða skatt hér á landi komi eignum og tekjum undan skatti með því að flytja fjármagn og fjármálaumsvif sín úr landi og þá helst til Lúxemborgar.

Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, staðfesti við fréttastofu í október sl. að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknarinnar hefðu leitt í ljós að hópur fólks hafi skotið tekjum undan skatti með þessum hætti. Við rannsókn málsins hafa fyrirtæki hér á landi verið heimsótt og kannað hefur verið hvaða nöfn eru á bak við greiðslukort sem hafa verið notuð í viðskiptum.

Ríkisskattstjóra vantar upplýsingar frá Lúxemborg þar sem mörg kortanna eru skráð en lög varðandi bankaleynd hafa komið í veg fyrir það.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×