Innlent

Drengurinn fylltist skelfingu en gaf sig fram skömmu síðar

Slysið átti sér stað skammt frá Select við Breiðholtsbraut.
Slysið átti sér stað skammt frá Select við Breiðholtsbraut.

Faðir piltsins sem ók á stúlku við Breiðholtsbraut í gærdag vill koma því á framfæri að sonur hans hafi ekki stungið af eftir slysið eins og greint var frá á Vísi í gær. Faðirinn segir að sonur hans hafi ekki séð hvað hann keyrði á en að hann hafi stansað. Þegar hann heyrði mikil læti hafi hann farið á taugum og ekið af stað. Hann stöðvaði skammt frá við verslun og hljóp til félaga síns.

Á meðan á þessu stóð hafði verið haft samband við foreldrana sem skráðir voru fyrir bílnum. Foreldrarnir hringdu í hann og að því búnu gaf hann sig fram við lögreglu. Faðirinn segir leitt hvernig málið hafi verið sett upp í fréttinni, um sé að ræða ungan dreng sem varð hræddur og vissi ekki hvernig bregðast ætti við.

Drengurinn og foreldrarnir höfðu miklar áhyggjur af liðan telpunnar sem fyrir bílnum varð en þau segjast hafa fengið að heyra að hún hafi verið útskrifuð af sjúkrahúsi í gærkvöldi.

Frétt Vísis frá því í gær má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×