Erlent

Níu Finnar létust í rútuslysi á Spáni

Níu finnskir ferðamenn létu lífið þegar rúta valt nærri ferðamannastaðnum Benalmadena á suðurhluta Spánar í gærkvöldi. Meðal þeirra sem létust var sjö ára stúlka. 19 aðrir, allt finnskir ferðamenn, slösuðust í slysinu og þar af nokkrir alvarlega.

Slysið varð með þeim hætti að ökumaður jepplings reyndi framúrakstur á mikilli ferð. Hann missti stjórn á bílnum sem lenti utan í vegriði og kastaðist síðan á rútuna sem valt. Ökumaður jepplingsins var handtekinn á staðnum grunaður um ölvun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×