Innlent

Fjölskyldudagur í Gróttu í dag

Opið verður í Gróttuvita í dag.
Opið verður í Gróttuvita í dag.

Kvenfélagið Seltjörn og Skólaskrifstofa Seltjarnarness, standa fyrir fjölskyldudegi í Gróttu í dag á milli klukkan 11 og 14;30. Boðið verður upp á veitingar og skemmtilega stemmningu í Fræðasetrinu í Gróttu.

Þá mun Leiklistarfélag Seltjarnarness vera með uppákomu. Opið verður upp í Gróttuvita þar sem hægt að fara upp á efsta pall og líta útsýnið augum.

„Á Gróttudaginn gefst tækifæri til að njóta einstakrar náttúrufegurðar, rannsaka lífríkið í fjörunni," segir í tilkynningu frá aðstandendum. „Fjörurnar sunnan við Gróttu, Seltjörn og Bakkavík eru auðugar af lífi sem vert er að skoða. Fuglalífið á Seltjarnarnesi er einnig afar fjölbreytt en þar hafa sést yfir 100 fuglategundir. Áhugaverðar jarðmyndanir er einnig víða að finna í eyjunni."

Allir eru boðnir velkomnir.

Björgunarsveitin Ársæll verður á staðnum og ekur þeim sem ekki treysta sér til að ganga út í eyju.

Allir velkomnir!




Fleiri fréttir

Sjá meira


×