Lífið

„Ég hugsaði til Maríu og fjölskyldunnar"

Guðrún Gunnarsdóttir.
Guðrún Gunnarsdóttir.

Söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir gefur út disk fyrir þessi jól sem ber heitið Umvafin Englum.

Vísir hafði samband við Guðrúnu og byrjaði á að þakka henni fyrir fallegan flutning á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar þegar hún söng titillag nýju plötunnar til minningar um Rúnar Júlíusson sem féll frá aðfararnótt föstudagsins 5. desember af völdum hjartaáfalls.

„Ég hugsaði til Maríu og fjölskyldunnar og minntist þess hversu yndislegur hann Rúnar var, ég söng bara til þeirra og allra annara sem þurfa á styrk að halda um þessar mundir," svarar Guðrún aðspurð hvernig henni tókst að halda lagi þegar hún söng umrætt lag.

 

 

Synd að geta ekki verið meira heima

„Desember er bara vinna og aftur vinna, ég er að kynna plötuna út um allar koppagrundir ásamt því að vera í Morgunútvarpinu svo ég sést varla heima hjá mér."

„En ég er mikið jólabarn og finnst því synd að geta ekki verið meira heima til dæmis og bakað, en svona er þessi bransi í desember," segir Guðrún.

Hvað kemur þér í hátíðarskap? „Heitt súkkulaði og hvít randalína, þetta er aðventan hjá mér og fullt af kertaljósi og jólaljósum. Svo er yndisleg jólastemmning þegar fjölskyldan fer saman að kaupa jólatréð hjá flugbjörgunarsveitinni, jóladiskur Borgardætra setur svo punktinn yfir iið," segir Guðrún.

 

 

 

Guðrún umvafin englum








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.