Innlent

Munu líklega áfrýja Kastljósdómi

Dögg Pálsdóttir
Dögg Pálsdóttir

Dögg Pálsdóttir lögfræðingur Birnis Orra Péturssonar og Luciu Celeste Molina Sierra segir að allar líkur séu á því að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verði áfrýjað.

Birnir Orri og Lucia stefndu Páli Magnússyni útvarpsstjóra, Þórhalli Gunnarssyni ritstjóra Kastljóss og Helga Seljan, Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Sigmari Guðmundssyni úr ritstjórn Kastljóssins vegna ærumeiðinga.

Jónína Bjartmarz móðir Birnis Orra vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi í dag. Ekki náðist í son hennar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×