Innlent

Fleiri leita til Íbúðalánasjóðs vegna greiðsluerfiðleika

Ingólfur H. Ingólfsson, fjármálaráðgafi.
Ingólfur H. Ingólfsson, fjármálaráðgafi.

Einstaklingum sem leita til Íbúðalánasjóðs vegna greiðsluerfiðleika hefur fjölgað um 30 til 35% frá því á sama tíma í fyrra.

Ingólfur H. Ingólfsson, fjármálaráðgjafi, segir vanda margra vera tilkomin vegna þess að bankar og sparisjóðir hafa lokað fyrir alla lánafyrirgreiðslu. Þetta kom fram í seinni fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld.

Ingólfur telur að hægt verði að létta erfiðleikum heimilina með því að gefa Íbúðalánasjóði heimild til að skuldbreyta lánum hjá öðrun en sjálfum sér.

,,Fólk getur ekki lengur bjargað sér með því að lengja í lánum sínum eða farið inná yfirdrátt eða raðgreiðslur. Þá er ekkert annað eftir en að leita til Íbúðaálánasjóðs um skuldbreytingu og það geta einungis þeir sem hafa lán hjá Íbúðalánasjóð," segir Ingólfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×