Innlent

Heyrnarlausum tækniteiknara synjað um vinnu 70 sinnum

Þrítugum tækniteiknara, sem er heyrnarlaus, hefur verið synjað um vinnu hátt í sjötíu sinnum. Hann segir heyrnalausa ekki fá vinnu vegna fordóma.

Már Ólafsson fæddist heyrnarlaus og lauk námi í tækniteiknun fyrir þremur árum. Undanfarin ár hefur hann starfað á sambýlum fyrir fatlaða en vildi breyta um starfsvettvang að loknu námi. Hann er atvinnulaus í dag en hefur sótt um starf tækniteiknara hátt í sjötíu sinnum og alltaf verið synjað.

Eftir ítrekaðar synjanir breytti Már ferilskránni sinni og tók upplýsingar út um að hann hefði lokið grunnskólaprófi frá Heyrnleysingjaskólanum og þá fékk hann önnur viðbrögð.

Þegar atvinnurekendum var ljóst að hann væri heyrnarlaus var honum synjað. Hann segir sum fyrirtækin ekki einu sinni hafa fyrir því svara atvinnuumsókn hans.

Már segir litla möguleika fyrir heyrnarlausra að fá starf við sitt hæfi þó þeir hafi menntun. Einungis séu láglaunastörf í boði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×