Innlent

Stór jarðskjálfi við Grímsey í morgun

Klukkan 07:09 í morgun varð jarðskjálfti upp á 4,5 á Richter um 13 km austnorðaustur af Grímsey.

Einnig varð skjálfti, um 4 að stærð klukkan 04:51 á sama stað. Það dregur nokkuð hratt úr eftirskjálftavirkni.

Þessi hrina er lítið eitt norðvestan við þá virkni sem var hvað mest í síðustu viku, en þá varð stærsti skjálftinn 4,8 að stærð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×