Erlent

Tala látinna komin yfir 40.000 manns í Kína

Tala látinni í jarðskjálftanum stóra í Kína í síðustu viku eru nú komin yfir 40.000 manns.

Litlar líkur eru á að fleiri finnist á lífi í rústunum eftir skjálftan og einbeitir björgunarfólk sér nú í auknum mæli að finna skjól, matvæli og drykkjarvatn fyrir þær milljónir manna sem misstu heimili sín í skjálftanum.

Nú er annar dagur af þremur í þjóðarsorg landsins vegna þessar hörmunga, flaggað er í hálfa stöng, skemmtunum hefur verið aflýst og hlaupið með olympíueldinn hefur verið stöðvað meðan á þjóðarsorginni stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×