Reynt að ræna Ósk Norðfjörð og börnum hennar á Spáni 29. ágúst 2008 15:34 Ósk Norðfjörð. MYND/Arnold. „Ég var stödd í fríi á Tenerife og var úti að labba seinnipartinn með strákana mína og áttaði mig á því að maður um fimmtugt elti okkur," útskýrir Ósk Norðfjörð sem upplifði óhuggulega reynslu í sumarfríinu á Spáni í síðustu viku þar sem hún var stödd ásamt sonum sínum tveimur sem eru 8 og 10 ára gamlir. „Mig grunaði að hann væri vísvitandi að elta okkur og snéri þess vegna við á hótelið. Þegar ég kom aftur út beið hann ennþá fyrir utan eftir okkur." Ræninginn vel upplýstur „Ég heyrði að maðurinn var að tala í símann þar sem hann lýsti mér og börnunum fyrir einhverjum. Maðurinn, sem var breskur, sagði að ég væri ljóshærð og íslensk og bað einhvern koma og ná í okkur. Ég heyrði hvað hann sagði því hann var nálægt okkur en ég hugsaði með mér að ég hlyti að vera ímyndunarveik en mér fannst þetta mjög grunsamlegt og lét strax vita á hótelinu að ókunnugur maður væri að elta okkur." „Lögreglan kom, tók vegabréf mannsins og yfirheyrði hann. Hann afsakaði sig með því að segja að dóttir sín væri týnd og að hann hafi verið að leita að henni og því elt mig fram og til baka. Það tók tíma fyrir lögregluna að finna út úr þessu en hún tekur víst hart á svona málum." „Fimm vopnaðir lögreglumenn komu og sóttu manninn, sem gaf upp rangt nafn og dóttir hans var ekki með honum eins og hann sagði. Ég veit ekki fyrir víst hvað fyrir honum lá. Það er glæpur á Spáni að elta fólk og er tekið mjög alvarlega," segir Ósk. Ótti einkenndi frí fjölskyldunnar „Maðurinn neitaði ekki að hafa verið að elta mig og börnin mín en hann vildi ekkert segja hvað honum stóð til. Síðustu þrír dagar frísins fóru í það að vera óttaslegin þrátt fyrir að lögreglan skráði allt niður og yfirheyrði manninn." „Við Íslendingar erum saklausir og trúum engu slæmu upp á neinn og þess vegna vil ég bara vara fólk við því þetta er alvarlegt mál. Mér finnst í lagi að segja frá þessari hræðilegu reynslu. Ég svaf ekkert það sem eftir var og við settum stóla og sófasett fyrir svalahurðina og höfðum baseball kylfu hjá rúminu það sem eftir var frísins." „Nei ég er ekki búin að jafna mig. Þegar ég lenti fór ég að hágráta því ég fékk spennufall þegar við vorum loksins lent á Íslandi. Ég get ekki hugsað þetta til enda og vil bara benda fólki á að vera vart um sig á ferðalögum erlendis," segir Ósk en hótelið sem hún gisti á ásamt sonum sínum heitir Parque Cristobal. Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira
„Ég var stödd í fríi á Tenerife og var úti að labba seinnipartinn með strákana mína og áttaði mig á því að maður um fimmtugt elti okkur," útskýrir Ósk Norðfjörð sem upplifði óhuggulega reynslu í sumarfríinu á Spáni í síðustu viku þar sem hún var stödd ásamt sonum sínum tveimur sem eru 8 og 10 ára gamlir. „Mig grunaði að hann væri vísvitandi að elta okkur og snéri þess vegna við á hótelið. Þegar ég kom aftur út beið hann ennþá fyrir utan eftir okkur." Ræninginn vel upplýstur „Ég heyrði að maðurinn var að tala í símann þar sem hann lýsti mér og börnunum fyrir einhverjum. Maðurinn, sem var breskur, sagði að ég væri ljóshærð og íslensk og bað einhvern koma og ná í okkur. Ég heyrði hvað hann sagði því hann var nálægt okkur en ég hugsaði með mér að ég hlyti að vera ímyndunarveik en mér fannst þetta mjög grunsamlegt og lét strax vita á hótelinu að ókunnugur maður væri að elta okkur." „Lögreglan kom, tók vegabréf mannsins og yfirheyrði hann. Hann afsakaði sig með því að segja að dóttir sín væri týnd og að hann hafi verið að leita að henni og því elt mig fram og til baka. Það tók tíma fyrir lögregluna að finna út úr þessu en hún tekur víst hart á svona málum." „Fimm vopnaðir lögreglumenn komu og sóttu manninn, sem gaf upp rangt nafn og dóttir hans var ekki með honum eins og hann sagði. Ég veit ekki fyrir víst hvað fyrir honum lá. Það er glæpur á Spáni að elta fólk og er tekið mjög alvarlega," segir Ósk. Ótti einkenndi frí fjölskyldunnar „Maðurinn neitaði ekki að hafa verið að elta mig og börnin mín en hann vildi ekkert segja hvað honum stóð til. Síðustu þrír dagar frísins fóru í það að vera óttaslegin þrátt fyrir að lögreglan skráði allt niður og yfirheyrði manninn." „Við Íslendingar erum saklausir og trúum engu slæmu upp á neinn og þess vegna vil ég bara vara fólk við því þetta er alvarlegt mál. Mér finnst í lagi að segja frá þessari hræðilegu reynslu. Ég svaf ekkert það sem eftir var og við settum stóla og sófasett fyrir svalahurðina og höfðum baseball kylfu hjá rúminu það sem eftir var frísins." „Nei ég er ekki búin að jafna mig. Þegar ég lenti fór ég að hágráta því ég fékk spennufall þegar við vorum loksins lent á Íslandi. Ég get ekki hugsað þetta til enda og vil bara benda fólki á að vera vart um sig á ferðalögum erlendis," segir Ósk en hótelið sem hún gisti á ásamt sonum sínum heitir Parque Cristobal.
Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Sjá meira