Langskotin verða að detta 17. september 2008 13:44 Jakob Sigurðarsson og félagar verða að hitta vel úr langskotunum í kvöld að mati Benedikts Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, segir íslenska landsliðið hafa alla möguleika til að standa í Svartfellingum í kvöld þegar liðin mætast í Evrópukeppninni í körfubolta. "Þessi þjóð á rosalega marga afburðakörfuboltamenn en maður veit reyndar ekki á hvaða styrk þetta lið er farið að spila enn sem komið er. Ég er nokkuð viss um að þetta lið verður griðarlega erfitt heim að sækja, en það er engin ástæða til að bera of mikla virðingu fyrir þeim hérna á heimavelli. Við eigum alveg að geta strítt þeim, sérstaklega ef þeir koma hingað með einhvern hroka. Við höfum oft spilað mjög vel hérna heima gegn stórþjóðum," sagði Benedikt. En hverjir eru möguleikar íslenska liðsins gegn sterkum gestunum? "Ég á von á því að sjá íslenska liðið prófa að spila nokkur afbrigði af svæðisvörn á móti þeim og í sókninni veltur þetta mikið á því hvort langskotin eru að detta hjá okkur eða ekki. Á móti Dönunum vorum við að ná forskoti þegar langskotin voru að detta hjá okkur en hleyptum þeim svo inn í leikinn inn á milli. Það verður allt að detta hjá okkur ef við eigum að vinna þetta lið, því við erum ekkert að fara að æða inn í teig hjá þeim og leggja boltan ofan í á móti manni upp á 230 cm." Benedikt vill að sjálfssögðu fá fulla Laugardalshöll í kvöld til að styðja við bakið á íslenska liðinu og í pistli sínum á karfan.is lofaði hann að taka að sér að syngja þjóðsönginn fyrir næsta heimaleik ef Höllin yrði full í kvöld. "Ég lofaði þessu nú af því ég á ekki von á að húsið fyllist alveg í kvöld af því það er svo mikið í gangi, en ég hef þá eitt ár til að æfa mig ef ég þarf að standa við þetta," sagði Benedikt léttur í bragði. "Ég lofa nú aldrei svona nema ég sé nokkuð öruggur með að þurfa ekki að standa við það." Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, segir íslenska landsliðið hafa alla möguleika til að standa í Svartfellingum í kvöld þegar liðin mætast í Evrópukeppninni í körfubolta. "Þessi þjóð á rosalega marga afburðakörfuboltamenn en maður veit reyndar ekki á hvaða styrk þetta lið er farið að spila enn sem komið er. Ég er nokkuð viss um að þetta lið verður griðarlega erfitt heim að sækja, en það er engin ástæða til að bera of mikla virðingu fyrir þeim hérna á heimavelli. Við eigum alveg að geta strítt þeim, sérstaklega ef þeir koma hingað með einhvern hroka. Við höfum oft spilað mjög vel hérna heima gegn stórþjóðum," sagði Benedikt. En hverjir eru möguleikar íslenska liðsins gegn sterkum gestunum? "Ég á von á því að sjá íslenska liðið prófa að spila nokkur afbrigði af svæðisvörn á móti þeim og í sókninni veltur þetta mikið á því hvort langskotin eru að detta hjá okkur eða ekki. Á móti Dönunum vorum við að ná forskoti þegar langskotin voru að detta hjá okkur en hleyptum þeim svo inn í leikinn inn á milli. Það verður allt að detta hjá okkur ef við eigum að vinna þetta lið, því við erum ekkert að fara að æða inn í teig hjá þeim og leggja boltan ofan í á móti manni upp á 230 cm." Benedikt vill að sjálfssögðu fá fulla Laugardalshöll í kvöld til að styðja við bakið á íslenska liðinu og í pistli sínum á karfan.is lofaði hann að taka að sér að syngja þjóðsönginn fyrir næsta heimaleik ef Höllin yrði full í kvöld. "Ég lofaði þessu nú af því ég á ekki von á að húsið fyllist alveg í kvöld af því það er svo mikið í gangi, en ég hef þá eitt ár til að æfa mig ef ég þarf að standa við þetta," sagði Benedikt léttur í bragði. "Ég lofa nú aldrei svona nema ég sé nokkuð öruggur með að þurfa ekki að standa við það." Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira