Innlent

Björgunarsveitir koma í veg fyrir fok á Norður- og Austurlandi

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Norður- og Austurlandi hafa í morgun sinnt nokkrum aðstoðarbeiðnum vegna veðurs sem gengið hefur yfir landið.

Fram kemur í tilkynningu Landsbjargar að Björgunarsveitin Súlur hafi verið kölluð út í nótt og sinnt fimm verkefnum og þá var Björgunarsveitin Garðar frá Húsavík kölluð að Héðinshöfða á Tjörnesi þar sem þakplötur fuku af húsi.

Enn fremur fór Björgunarsveitin Stefán á Mývatni að Reykjahlíð þar sem þakplötur fuku af hlöðu. Á Austurlandi sinnti björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði útkalli þar sem hún kom í veg fyrir að garðkofi fyki auk þess sem meðlimir sveitarinnar festu þakplötur sem höfðu losnað af húsi í bænum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×