Fjórðungi fleiri hafa heimsótt Viðey í ár en í fyrra 17. september 2008 12:50 Frá Viðeyjarhátíð í sumar. Ríflega fjórðungi fleiri heimsóttu Viðey á fyrstu átta mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Verkefnastjóri fyrir eyna er hæstánægður og segir nóg um að vera á næstu vikum. Athygli var vakin á hinni góðu aðsókn á fundi menningar- og ferðamálaráðs borgarinnar nýverið. Samkvæmt samantekt sóttu rúmlega 14.200 manns eyna á fyrstu átta mánuðum ársins en þeir voru um 10.500 í fyrra. Aðspurð segist Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, verkefnastjóri fyrir Viðey, margar skýringar geta verið á aukinni aðsókn. „Það var einstaklega gott veður í sumar og fleiri kusu að eyða sumarfríinu heima en í útlöndum og litu kannski til náttúrunnar í nágrenni borgarinnar. Það er mjög ánægjulegt hvað aðsóknin hefur aukist mikið, sér í lagi hversu margar fjölskyldur hafa komið í eyna í sumar til að eiga góða stund saman," segir Guðlaug. Siglt er daglega út í eyna yfir sumartímann en þann 1. október tekur vetraráætlun við og þá er farið á laugardögum og sunnudgögum. „Þannig að fólk getur áfram heimsótt eyna og farið í rómantísktar haustgöngur," segir Guðlaug. Friðarsúla og friðartónleikarGuðlaug segir það hafa verið hárrétta ákvörðun að taka sér verkefnisstjórastöðuna fyrir Viðey.Það stendur mikið til á næstunni enda er ætlunin að kveikja aftur á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey. Það verður gert á fæðingardegi eiginmanns hennar, Johns Lennon, þann 9. október. „Hún kemur hingað til lands og veitir viðurkenningu úr friðarsjóði sínum og Lennons og það verður nóg um að vera í eynni í tengslum við það," segir Guðlaug og bætir við að verið sé að leggja lokahönd á skipulagningu dagsins.Reykvíkingar og fleiri geta þó tekið forskot á sæluna því næstu fimmtudagskvöld verða haldnir tónleikar í eynni í aðdraganda þess að kveikt verður á friðarsúlunni. Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson ríða á vaðið á morgun með friðartónleikum í Viðeyjarkirkju. Tónleikarnir hefjast allir klukkan 20.30 og verður siglt frá Skarfabakka til Viðeyjar kl.19.45.„Ef vel gengur gæti þetta orðið fastur liður á fimmtudagskvöldum í vetur," segir Guðlaug og bendir á að tónleikarnir séu kærkomið tækifæri til þess að kúpla sig út úr hversdagslífinu og vera minntur á ástina og kærleikann.Það vakti töluverða athygli þegar Guðlaug tók að sér starf verkefnisstjóra í Viðey enda hafði hún getið sér gott orð á leiksviðinu. „Þetta hefur verið alveg frábært og með hverjum deginum sem líður kemur það betur í ljós að þetta var hárrétt ákvörðun hjá mér. Það var kærkomið tækifæri að taka sér hvíld frá hinu," segir Guðlaug sem þó hefur ekki sagt skilið við leiklistina. Landsmenn munu berja hana augum í fyrstu íslensku hrollvekjunni, The Reykjavik Whale Watching Massacre, sem frumsýnd verður á næsta ári. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Ríflega fjórðungi fleiri heimsóttu Viðey á fyrstu átta mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Verkefnastjóri fyrir eyna er hæstánægður og segir nóg um að vera á næstu vikum. Athygli var vakin á hinni góðu aðsókn á fundi menningar- og ferðamálaráðs borgarinnar nýverið. Samkvæmt samantekt sóttu rúmlega 14.200 manns eyna á fyrstu átta mánuðum ársins en þeir voru um 10.500 í fyrra. Aðspurð segist Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, verkefnastjóri fyrir Viðey, margar skýringar geta verið á aukinni aðsókn. „Það var einstaklega gott veður í sumar og fleiri kusu að eyða sumarfríinu heima en í útlöndum og litu kannski til náttúrunnar í nágrenni borgarinnar. Það er mjög ánægjulegt hvað aðsóknin hefur aukist mikið, sér í lagi hversu margar fjölskyldur hafa komið í eyna í sumar til að eiga góða stund saman," segir Guðlaug. Siglt er daglega út í eyna yfir sumartímann en þann 1. október tekur vetraráætlun við og þá er farið á laugardögum og sunnudgögum. „Þannig að fólk getur áfram heimsótt eyna og farið í rómantísktar haustgöngur," segir Guðlaug. Friðarsúla og friðartónleikarGuðlaug segir það hafa verið hárrétta ákvörðun að taka sér verkefnisstjórastöðuna fyrir Viðey.Það stendur mikið til á næstunni enda er ætlunin að kveikja aftur á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey. Það verður gert á fæðingardegi eiginmanns hennar, Johns Lennon, þann 9. október. „Hún kemur hingað til lands og veitir viðurkenningu úr friðarsjóði sínum og Lennons og það verður nóg um að vera í eynni í tengslum við það," segir Guðlaug og bætir við að verið sé að leggja lokahönd á skipulagningu dagsins.Reykvíkingar og fleiri geta þó tekið forskot á sæluna því næstu fimmtudagskvöld verða haldnir tónleikar í eynni í aðdraganda þess að kveikt verður á friðarsúlunni. Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson ríða á vaðið á morgun með friðartónleikum í Viðeyjarkirkju. Tónleikarnir hefjast allir klukkan 20.30 og verður siglt frá Skarfabakka til Viðeyjar kl.19.45.„Ef vel gengur gæti þetta orðið fastur liður á fimmtudagskvöldum í vetur," segir Guðlaug og bendir á að tónleikarnir séu kærkomið tækifæri til þess að kúpla sig út úr hversdagslífinu og vera minntur á ástina og kærleikann.Það vakti töluverða athygli þegar Guðlaug tók að sér starf verkefnisstjóra í Viðey enda hafði hún getið sér gott orð á leiksviðinu. „Þetta hefur verið alveg frábært og með hverjum deginum sem líður kemur það betur í ljós að þetta var hárrétt ákvörðun hjá mér. Það var kærkomið tækifæri að taka sér hvíld frá hinu," segir Guðlaug sem þó hefur ekki sagt skilið við leiklistina. Landsmenn munu berja hana augum í fyrstu íslensku hrollvekjunni, The Reykjavik Whale Watching Massacre, sem frumsýnd verður á næsta ári.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira