Innlent

Vegir enn lokaðir víða á Vestfjörðum

MYND/Vilmundur

Búið er að opna veg 61 í Ísafjarðardjúpi en vegurinn um Þorskafjarðarheiði og Dynjandisheiði eru enn lokaðir að sögn Vegagerðarinnar.

Þeir skemmdust illa í flóðum og skriðum í illviðri sem gekk yfir landið í nótt og óvíst er hvenær vegirnir verða opnaðir aftur. Á sunnanverðum Vestfjörðum er Barðastrandavegur enn lokaður vegna vatnaskemmda og Örlygshafnavegur lokaður vegna aurskriða.

Þá er Arnarfjörður ófær og Bíldudalsvegur frá flugvelli yfir í Trostansfjörð. Varað er við vatnskemmdum á Skarðstrandavegi og á Skógarströnd. Einnig er Haukadalsvegur lokaður að sögn Vegagerðarinnar. Á Snæfellsnesi er Helgafellssveitarvegur lokaður og sömuleiðis Jökulhálsvegur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×