Innlent

Kenna viðbrögð við ofbeldi gegn börnum

Ólöf Ásta Farestveit forstöðumaður Barnahúss.
Ólöf Ásta Farestveit forstöðumaður Barnahúss.

„Heimilisofbeldi gagnvart börnum hefur verið sópað svolítið undir teppi," segir ÓIöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss. Hún segir að slík mál fari ekki nægjanlega oft fyrir dómstóla.

Ólöf Ásta og Þorbjörg Sveinsdóttir, samstarfskona hennar úr Barnahúsi, hafa á tveggja ára tímabili haldið um 50 fyrirlestra fyrir fagfólk sem starfar með börnum. Námskeiðin byggja á bókinni Verndum þau, sem gefin var út á vegum menntamálaráðuneytisins. „Hún fjallar um ofbeldi gegn börnum, kynferðislegt, líkamlegt, andlegt og vanrækslu og hvernig á að bregðast við því," segir Ólöf Ásta í samtali við Vísi.

Ólöf Ásta segir að hugmyndin sé meðal annars sú að kennarar og aðrir sem starfi með börnum átti sig á ýmsu sem þurfi að skoða þegar mál séu tilkynnt til barnaverndar. Mikilvægt sé til dæmis að fólk átti sig á þeim hegðunarbreytingum sem verið á börnum. Þá sé jafnframt veitt upplýsingar um það hvernig réttarvörslukerfið virki. „Þannig að þetta er svona allsherjaryfirferð til þess að fólk finni að það viti eitthvað til að takast á við svona mál," segir Ólöf Ásta.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×