Innlent

Skaut sel inni í miðjum bæ

Lögreglan á Seyðisfirði leitar nú karlmanns á miðjum aldri, sem er grunaður um að hafa skotið sel í Fjarðará, inni í miðjum bænum í gærdag.

Hann skildi hræið eftir í ánni, en þetta er brot á vopnalögum, enda íbúðarhús í næsta nágrenni. Vitni voru að atburðinum og telur lögregla sig vita hver á hlut að máli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×