Innlent

Björgunarsveitarmenn glímdu við bílflautu

Eitt óvenjulegasta verkefni björgunarsveitamanna í nótt var að þagga niður í bílflautu, sem fór að flauta hástöfum í íbúðahverfi í Reykjavík.

Fólk vaknaði upp við hávaðann, og þegar bíleigandinn kom engu tauti við flautuna ók hann flautandi vestur í Gróubúð á Granda, þar sem hann vissi af björgunarsveitarmönnum í bækistöð sinni, og leitaði ásjár. Þeir tóku öryggi flautunnar úr sambandi, þannig að veðurgnýrinn tók við á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×