Lífið

Erfiðasti annáll frá upphafi

Verkefni þeirra Björns Malmquist og Hauks Holm er ærið en þeir fara yfir eitt eftirminnilegasta árið í manna minnum: 2008.
Verkefni þeirra Björns Malmquist og Hauks Holm er ærið en þeir fara yfir eitt eftirminnilegasta árið í manna minnum: 2008.

„Þetta er ekkert erfitt, nánast tíðindalaust ár,“ segir Björn Malmquist og hlær nokkuð taugaveikluðum hlátri. Enda ekki nema von. Björn sér um að ritstýra innlendum svipmyndum á RÚV þar sem farið er yfir atburði ársins 2008 í máli og myndum. Yfirleitt hefur verið af nógu að taka þegar farið er yfir fréttir hvers árs fyrir sig en segja má að 2008 hafi breyst í hálfgerða matröð fyrir annálshöfunda. „Ég er kannski ekki að naga á mér neglurnar af hræðslu yfir því að eitthvað stórvægilegt gerist eftir daginn í dag. En þetta er vissulega taugatrekkjandi starf og hver veit nema maður gæti hreinlega skúbbað í annál, það er ef eitthvað stórfenglegt gerist á gamlársdag,“ bætir Björn við og augljóst að hann er við öllu búinn.

Birni hefur þó ekki enn fallist hendur þótt af miklu sé að taka, tvær borgarstjórnir, ísbirnir, silfurdrengirnir og loks hin alræmda kreppa. „Kannski mætti skipta árinu í tvennt. Annars vegar það sem gerðist fyrir 29. september og svo allt það sem gerðist eftir það,“ segir Björn sem hefur setið sveittur yfir fréttaefni sjónvarpsstöðvarinnar frá því um miðjan nóvember.

Annáll fréttastofu Stöðvar 2 hefur oft vakið mikla athygli. Ekki síst í fyrra þegar fréttamennirnir óku um á Range Roverum í tilefni góðærisins. Haukur Holm, ritstjóri yfirlitsins, segir annað uppi á teningnum nú. „Já, Roverunum hefur verið lagt og við verðum í líki hryðjuverkamanna,“ útskýrir Haukur og tilvísunin er augljós; hryðjuverkalöggjöf Breta sem sett var á íslensku þjóðina.

Haukur er eldri en tvævetur í þessum fræðum, hefur gert ófáa annála þar sem mörgum af sögufrægustu viðburðum Íslandssögunnar hefur verið gert skil. Hann segist hins vegar ekki muna eftir öðru eins. „Nei, þeir annálar eru hálfgerður barnaleikur í samanburði við þennan,“ segir Haukur en Stöð 2 hyggst velja tíu bestu fréttir ársins. Og Kreppan, með stóru K-i, er að sjálfsögðu í fyrsta sæti með fjórum undirflokkum, fall bankanna, gjaldeyrisskortur, alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og lántökur og loks atvinnuleysi og gjaldþrot. Haukur viðurkennir að þetta sé ekki beint upplífgandi upptalning.

„En við ætlum líka að reyna að hafa þetta skemmtilegt í bland. Enda tilgangslaust að ganga af fólki dauðu með tómum leiðindum og bölsýni í lok ársins.

Ísbirnir, Silfurdrengir og bankahrun Þessir þrír atburðir vega þungt í umfjölluninni um árið 2008: ísbjarnablúsinn í Skagafirði, silfurverðlaunin í Peking og loks bankahrunið í október.


asdf
asdf





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.