Innlent

Leiður á að svara spurningum um stöðu krónunnar

Því fer fjarri að krónan sé dauð að sögn forsætisráðherra sem segist vera orðinn leiður á því að svara spurningum um stöðu krónunnar. Hann segir ekki óeðlilegt að aðilar vinnumarkaðarins ræði sín á millli um mögulega þjóðarsátt.

Samtök atvinnulífsins hafa kynnt forystumönnum í verkalýðshreyfingunni hugmyndir um mögulega þjóðarsátt og lagt í því samhengi fram tólf punkta plagg um hvernig megi ná jafnvægi í efnhagsmálum.

Forsætisráðherra segir ekkert óeðlilegt við það að þessir aðilar tali saman án þess að stjórnvöld séu höfð með í ráðum. „Það er mjög eðlilegt að þessi samtök tali saman og þau gera það mjög mikið. Við höfum aðeins haft aðstöðu til að tala við þá líka en ef málið er það að gera nýjan kjarasamning þá er það akkúrat á verksviðið þessara aðila. Þeir gerðu samning í vetur og það virðist vera að forsendur hans muni ekki standast og þá er það eðilegasti hlutur í heimi að tala saman um framhaldið," segir forsætisráðherra.

Meðal þess sem Samtök atvinnulífsins leggja til er að tekinn verði upp erlendur gjaldmiðill þar sem krónan sé steindauð. Aðspurður hvort krónans sé dauð segir Geir að það sé fjarri því „Þetta er svona spurning sem maður verður leiður á því að svara því maður er alltaf að svara sömu spurningunni aftur og aftur. Það fer fjarri því að krónan sé dauð," segir Geir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×