Innlent

Ung stúlka fékk raflost í Reykjanesbæ

Stúlka slasaðist í Reykjanesbæ um klukkan sex í kvöld þegar hún fékk raflost. Að sögn lögreglu virðist svo vera sem stúlkan hafi stungið einhverskonar málmhlut inn um loftræstingu á spennustöðinni svo af hlaust raflost. Hún var flutt á sjúkrahús í Reykjavík og á vef Víkurfrétta segir að stúlkan hafi hlotið brunasár, meðal annars í andliti.

Víkurfréttir greina einnig frá því að um 400 volta straumur hafi verið á spennustöðinni og að rafmagn hafi slegið út í tveimur hverfum bæjarins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×