Innlent

Óbreytt staða í ljósmæðradeilunni

Sáttafundi í kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins lauk um klukkan fimm án þess að niðurstaða fengist í deiluna. Bára Hildur Jóhannsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ekkert nýtt hafi komið fram á fundinum og að staðan sé því óbreytt.

Næsti fundur hefur verið boðaður á mánudaginn klukkan eitt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×