Innlent

Ekkert aldurstakmark fyrir tæplega níðræðan níðing

Tæplega níræður karlmaður sem í dag var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að níðast á barnabarni sínu í ellefu ár verður að öllu óbreyttu elsti fangi á Íslandi.

Vísir hefur ekki náð í verjanda mannsins í dag en lögfróðir menn sem náðst hefur í segja líklegt að í þessu tilfelli verði sótt um náðun á grundvelli þess að maðurinn sé of gamall til þess að afplána fangelsisdóm.

Það hefur þegar verið tekið tillit til þess hversu gamall maðurinn er því honum var metið það til refislækkunar við dómsuppsögu.

Verði honum synjað um náðun kemst maðurinn ekki hjá því að afplána sinn dóm í fangelsi, mögulega á Litla-Hrauni.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem Vísir hefur frá fangelsismálastofnun er ekkert því til fyrirstöðu að maður á þessum aldri verði látinn sæta refsivist.

Dóminn yfir manninum má lesa hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×